Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum fjórða þætti fær Helga Sif til sín Vilborgu G., en hún er geðhjúkrunarfræðingur, fjölskyldufræðingur og handleiðari. Helga Sif og Vilborg ræða bakgrunn hennar og víðtæka reynslu og velta vöngum yfir því hvað gerir okkur að góðum meðferðaraðila, innihaldi og áhrifum meðferðarsambandsins sem og nauðsyn ígrundunar á eigin sjálfi til að geta veitt öðrum meðferð að réttum gæðum. Vilborg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1972 og vann á bæklunarskurðdeild Landspítala til 1984. Síðan lá leiðin í skólahjúkrun á vegum heilsugæslunnar og þar kviknaði óbilandi áhugi hennar á að vinna með börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. Vilborg fór því í uppeldis og kennslufærði við KHÍ og útskrifaðist þaðan 1991. Samhliða vinnu við skólaheilsugæslu tók Vilborg meðal annars þátt í þróun stuðningsúrræðis á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir unglinga sem stóðu höllum fæti.Árið 1994 var Vilborg ráðin framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins og starfaði þar í 4 ár. Á þeim tíma lauk hún einnig diplómanámi í geðhjúkrun og var leiðandi í því að innleiða í Kvennaathvarfið heildræna nálgun geðhjúkrunar í vinnu með konum og börnum sem voru þolendur heimilisofbeldis. Árið 1999 tók Vilborg við sem deildarstjóri unglingageðdeildarinnnar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) . Samhliða þeirri vinnu lauk hún námi í handleiðslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Vilborg var deildarstjóri á BUGL til 2017 og tók virkan þátt í miklum breytingum bæði á starfseminni og þjónustunni. Samhliða deildarstjórastarfinu starfaði hún sem handleiðari í Stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítala og kynntist þá nokkuð vel bæði starfsemi annarra deilda sem og spítalans í heild. Vilborg hefur einnig tekið að sér handleiðslu bæði á stofu og í hinum ýmsu fyrirtækjum bæði innan og utan heilbrigðiskerfisins. Árið 2017 hóf hún störf á göngudeild BUGL samhliða því að hafa nýlokið námi í fjölskyldumeðferð. Á göngudeildinni starfaði Vilborg við áfalla- og tengslamiðaða fjölskyldumeðferð bæði samkvæmt hugmyndafræði ABFT (Attachment-Based-Family-Therapy) en þjálfun í því líkani stóð til boða á BUGL á tímabili. Auk þess hefur Vilborg markvisst hlotið þjálfun í öðru nokkuð sambærilegu líkani ARC (Attachment-Recilience and Compitence) sem er ætlað fjölskyldum þegar um er að ræða flókinn áfalla- og tengslavanda. Vilborg lauk störfum á Landspítala vegna aldurs í júní 2020. Hún starfar áfram sem handleiðari á stofu og einnig við að handleiða ýmsa fagaðila innan barnaverndarkerfa í tengslamiðuðum stuðningi við fjölskyldur fósturbarna. Hún kemur einnig að handleiðslu fagteyma í einkarekinni þjónustu við börn/unglinga í flóknum og samsettum vanda. Þá hefur Vilborg í vaxandi mæli verið að handleiða lykilstjórnendur í ýmsum stofnunum/fyrirtækjum sem ekki tengjast heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Síðastliðinn áratug hefur Vilborg samhliða öðrum störfum handleitt ýmsa fjölfaglega hópa og einstaklinga sem vilja markvisst styrkja og efla faglega og persónulega þróun sína sem meðferðaraðilar með sérstakri áherslu á gæði meðferðarsambandsins. Sá áhugi vaknaði hjá Vilborgu fyrir 15 árum eftir kynni við hugmyndafræði Dr. Scott D. Miller þar sem áherslan er á breytur sem stýra gæðum samtalsmeðferða óháð meðferðarlíkönum. Áhuginn varð að “brennandi áhuga” sem hefur fylgt henni síðan.Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-04

GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við Vilborgu G., geðhjúkrunarfræðing og handleiðaraHlustað

21. jún 2021