Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um blóðþynningu og viðmælendur eru Davíð O. Arnar sérfræðingur í hjartalyflækningum og Páll Torfi Önundarson sérfræðingur í blóðlækningum. Ræddir eru kostir og gallar blóðþynningar með nýju lyfjunum (DOAC) í samanburði við warfarín bæði með tilliti til virkni og aukaverkana. Þá deila viðmælendur þáttarins sinni framtíðarsýn og hvort nýju lyfin munu algerlega taka yfir eða hvort að warfarín muni áfram gegna mikilvægu hlutverki í blóðþynningarmeðferð sjúklinga.Þessi þáttur er annar í röðinni af þremur sem unnir eru í samstarfi við læknadeild. Munu þeir nýtast í kennslu í lyfjafræði á 3. ári við Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum, heldur utan um verkefnið og er jafnframt viðmælandi í þáttunum þremur.Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-20

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Davíð O. Arnar og Páll Torfi Önundarson: BlóðþynningHlustað

22. nóv 2021