Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um nýjungar í krabbameinslyfjameðferð og viðmælandinn er Sigurdís Haraldsdóttir, dósent og sérfræðingur í krabbameinslækningum. Hver er munurinn á marksæknum lyfjum og frumudrepandi lyfjum? Hvernig er ónæmiskerfinu beitt í nútíma krabbameinslyfjameðferð? Framtíð krabbameinslækninga er rædd og svo segir Sigurdís læknanemum af hverju þeir eiga að velja krabbameinslækningar!Þessi þáttur er síðasti þátturinn í þríleik sem unninn er í samstarfi við Læknadeild. Þættirnir þrír eru meðal annars ætlaðir til kennslu í lyfjafræði á 3. ári við Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt viðmælandi í þáttunum þremur.  Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-21

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Sigurdís Haraldsdóttir: Nýjungar í krabbameinslyfjameðferðHlustað

26. nóv 2021