Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um lyfjameðferð við sykursýki 2. Mörgum lyfjum er hægt að beita og sífellt bætast fleiri lyf við. Arna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í innkirtlalækningum, segir frá hvernig lyfin verka og hvernig hægt er að velja rétta lyfið fyrir hvern og einn sjúkling. Þessi þáttur er sá fyrsti af þremur sem unnir eru í samstarfi við læknadeild. Munu þeir nýtast í kennslu í lyfjafræði á 3. ári við Háskóla Íslands. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum, heldur utan um verkefnið og er jafnframt viðmælandi í þáttunum þremur.  Hér má finna meðferðarskemað sem vísað er í í þættinum:https://drive.google.com/file/d/1w82td61yO6GvW-dnqn_on0CxAow8IaPR/view?usp=sharing Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-19

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Arna Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon: Lyfjameðferð við sykursýki 2Hlustað

4. okt 2021