Legvarpið

Legvarpið

Hver man ekki eftir Píku-Pælingum sem slógu í gegn í Legvarpinu á sínum tíma?! Í tilefni af Mottumars ætla ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna og skipta um gír og gægjast yfir í karlaklefann. Þar tekur enginn annar en Lárus Jón Björnsson eða Lalli, vel á móti þeim. Lalli er sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í neðanbeltisvandamálum karla. Hann heldur úti Facebook- og instagram-reikningnum Neðanbeltis-Karlaheilsa þar sem nálgast má stórskemmtilega fræðslupistla. Í þættinum segir Lalli frá vegferð sinni inní neðanbeltis-bransann og fræðir um karlaheilsu, helstu einkenni frá neðanbeltissvæði karla, mögulegar orsakir, meðferð og hvert hægt er að leita með slíkan vanda. Þátturinn er hlaðinn sprenghlægilegum sögum og gríni svo hér er í raun á ferðinni eitt stórt og bráðsmitandi hláturskast. Hlustið, hlægið, fræðist! Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

Typpa-PælingarHlustað

15. mar 2020