Legvarpið

Legvarpið

Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um sársaukaupplifun kvenna í fæðingu og veltum við fyrir okkur ýmsum þáttum eins og viðhorfi, menningu og orðræðu varðandi sársauka í fæðingu. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir, eða Inga eins og hún er oftast kölluð, er gestur þáttarins og fræðir okkur betur um þessi mál. Hún er mikill reynslubolti auk þess að hafa komið að fjöldamörgum rannsóknum um málefnið. í forrétt verður boðið uppá heimspekilegar vangaveltur um áreynslulausan lífsstíl nútímamannsins og samband hans við sársauka og áskoranir. Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

Sársaukaupplifun kvenna í fæðinguHlustað

28. okt 2019