Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins að þessu sinni er hjúkrunar-og sagnfræðingurinn Erla Dóris Halldórsdóttir. Hún hefur tvinnað þessar tvær fræðigreinar saman á skemmtilegan hátt og hefur meðal annars rannsakað sögu lækna-og ljósmæðrastéttarinnar á Íslandi. Hún skrifaði doktorsritgerð sína um fæðingarhjálp á Íslandi á árunum 1760-1880 og gaf nýlega út bók um sögu karla í ljósmæðrastörfum. Erla tekur okkur í stórmerkilegt ferðalag til fortíðar og fræðir okkur meðal annars um aðstæður, aðbúnað og menntun yfirsetukvenna- og manna hér á landi.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir