Legvarpið

Legvarpið

Ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna halda dróna-útsýnisferðinni áfram og í þetta sinn um innri kvenlíffærin. Þátturinn er framhald af fyrri þætti sem nefnist Legvarpið -Píku-Pælingar 1/2. Við byrjum á eggjastokkunum og þræðum okkur niður eggjaleiðarana, þaðan í legið og um leghálsinn og niður leggöngin. Í leiðinni verða sagðar allskonar sögur og skemmtilegar staðreyndir eins og að baka megi brauð með hjálp flórunnar í leggöngunum. Fjallað verður um hið eðlilega eins og egglos, frjóvgun og tíðahringinn ásamt því sem getur farið úr-skeiðis (haha!) s.s. kvillar sem geta hrjáð konur eins og PCOS, utanlegsfóstur, leghálskrabbamein, sveppasýking og skeiðarsýklun. Einnig verður farið í tegundir útferðar og hversu frábært súrt umhverfi er fyrir leggöngin okkar. Komið með!

Píku-Pælingar 2/2Hlustað

16. okt 2019