Legvarpið

Legvarpið

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um siðferðileg álitamál sem tengjast barneignarferlinu. Rætt verður um þá flóknu stöðu sem myndast þegar tveir einstaklingar tilheyra sama líkama, ásamt öðrum eldheitum siðferðilegum flækjum. Slík umfjöllun er í eðli sínu margslungin og viðkvæm en gestur þáttarins er Dr. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og lektor sem hefur kannað hugtök siðfræðinnar á borð við sjálfræði kvenna, upplýst val og forræðishyggju. Í forrétt eru örlítið léttvægari pælingar á borð við of lítil föt, kitl í biðröðum og hvar Stefanía og Sunna hafa nú haldið sig í alla þessa Legvarps-lausu mánuði. Komiði með!

Sjálfræði kvenna og siðferðilegar flækjurHlustað

11. okt 2020