Í þætti dagsins birtir hinn þekkti frumkvöðull Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri og rafmagnsverkfræðingur, hlið á sjálfri sér sem ekki hefur borið mikið á. Hún segir frá trúarlegri mótun í æsku og hvernig mikilvæg reynsla á menntaskólaárunum markaði meðal annars þau spor í hennar starfi að vilja sinna öldrunarmálum með tækninýjungum í þágu heilbrigðisgeirans. Svana Helen hefur bæði djúpa reynslu og mikla sögu að segja af þeirri trú sem nærir hana og hvernig samtal hennar við þann Guð, sem er hafin yfir nöfn og merkimiða, og samfylgd með kirkjunni og Kristi hefur veitt henni styrk í fjölbreyttum verkefnum lífsins. Frásaga af þroskaðri trú og tilgangi lífsins. Njótið
Þroskuð trú og tilgangur: Svana Helen Björnsdóttir