Söngvaskáldið Svavar Knútur er mörgum kunnur af list sinni, en þessi hrifnæmi ljúfi Vestfirðingur hefur löngum veitt andanum greiðan aðgang að sér. Hann ræðir við Bolla og Ásu um sköpunargáfuna og kraftinn, heimspekilegar vangaveltur og hressandi sögur af sorgum og sigrum, og þó aðallega sorgum. Auðvitað. 45 ár af lífi - heillandi viðhorf til lífsins og reynslunnar.
Við erum saman í samfélaginu: Svavar Knútur Kristinsson