Gestur minn að þessu sinni er hinn eini sanni Trausti Heiðar Haraldsson. Hann er eiginlega frumkvöðull norðlenskrar danstónlistar og hefur verið afkastamikill lagahöfundur í gegnum tíðina en hann hefur samið mörg lög sem við þekkjum öll. Trausti hóf ferilinn með því að senda lagið “Til botns” í lagakeppnina Landslagið árið 1992 áður en hann stofnaði danshljómsveitina Fantasíu. Fantasía starfaði svo næstu árin og komst m.a á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu ZYX sem m.a skilaði bandinu á vinsældarlista í Þýskalandi og Portúgal. Árið 1997 mætti segja að hann hafi svo breytt Eurovision keppninni í góðu samstarfi við Pál Óskar Hjálmtýsson þegar þeir félagar fóru til Dublin með framlag okkar íslendinga í keppnina það árið, lagið hans Trausta “Minn hinsti dans” Hann hefur samið fjölda laga í viðbót fyrir Pál Óskar sem mörg hver hafa orðið gríðarlega vinsæl. Trausti samdi lag til konunnar sinnar fyrir brúðkaupið þeirra sem þó síðar varð að feykivinsælu Þjóðhátíðarlagi og þið þekkið öll. Trausti fer hér yfir alla þessa fyrrnefndu hluti ásamt samstarfinu við Filmumenn, Alla feitu kallana (hvar sem þeir nú eru), Stefán Hilmarsson, Jóhönnu Guðrúnu og marga fleiri listamenn sem að ferli hans koma. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.