Nördar og sannar lygasögur, ó já. Og núna ætla ég að freista þess að skoða hvað er hinumegin við móðuna miklu og ná þannig fram ótrúlegri frásögn í bland við svolítinn nörd frá viðmælanda mínum honum Jóni Birki Lúðvíkssyni. Jón Lúðvíks er einn af vinsælustu miðlum landsins en hóf ekki að sinna þessari gáfu sinni fyrr en á fullorðinsaldri þrátt fyrir að vera gæddur henni síðan hann var barn. Við heyrum söguna hans Jóns en hún er þyrnum stráð að hluta þar sem hann reyndi að loka á þetta allt saman með hjálp ýmiskonar vímugjafa á unglingsárunum. Þá reyndi Jón að komast í Bandaríska herinn og lærði þá kvikmyndaáhættuleik í kjölfarið út í Bandaríkjunum. Mögnuð frásögn Jóns sem ég að venju mæli með. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.