Gestur minn í Leikfangavélinni er meira en nóg í þetta skiptið. Akureyringurinn Alda Karen Hjaltalín fer hér yfir líf sitt og feril í stórskemmtilegum og áhugaverðum þætti. Allt frá knattspyrnuferli hennar í gegnum menntaskólaárin, Ghostlamp og Reykjavíkurdætur til fyrirlestranna vinsælu sem hún heldur í dag og við þekkjum flest sem Life Masterclass. Alda er búsett í New York en gaf sér tíma í heimsókn sinni til landsins að koma í Leikfangavélina. Mæli svo sannarlega með. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.