Þrítugasti og annar þátturinn af Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins, er nú kominn á allar helstu hlaðvarpsveitur! Að þessu sinni eru það Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór sem eru mættir til leiks til að ræða allt það helst úr heimi tölvuleikja. Það er úr ýmsu að taka og má þar meðal annars nefna nýjar fréttir varðandi útgáfu Cyberpunk 2077 og The Witcher, ný stikla úr Uncharted kvikmyndinni, Nintendo Expansion Pack-ið skoðað og Sveinn rýnir í Guardians of the Galaxy. Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins!
Efni þáttar:
Cyberpunk og Witcher uppfærslurrnar seinkað
Fyrsta stiklan fyrir Uncharted kvikmyndina skoðuð
God of War væntanlegur á PC
GTA þríleikurinn væntanlegur á þessu ári
Nintendo Expansion Pack nú fáanlegt
Sveinn gagnrýnir Guardians of the Galaxy
State of Play yfirferð - væntanlegir leikir á PlayStation
(Leikjaklúbburinn geymir umfjöllun og spilar áfram Paper, Please fyrir næsta þátt)
Tónlist: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd: Guardians of the Galaxy (2021)
Leikjavarpið #32 - Guardians of the Galaxy, State of Play og Nintendo Expansion Pack