Lélega Fantasy Podcastið

Lélega Fantasy Podcastið

Fyrsta leikvika gekk eins og í sögu hjá Pálma og Gumma en Geinar er strax byrjaður að elta. Þolinmæði er mikilvæg dyggð í þessum leik en Geinar ætlar ekki að sitja aðgerðalaus í neðsta sætinu heldur ætlar hann að kaupa Lukaku og setja fyrirliðabandið á hann. Stór ákvörðun þar. Strákarnir ræddu um það hver sé mögulega nettasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Spoiler alert: Það er allavegana pottþéttt ekki Phil Jones. Þrír vinir hafa gríðarlega ástríðu fyrir Fantasy Premier League en eru samt ekkert sérstaklega góðir í leiknum. Þeir láta þó ekki vankunnáttu stoppa sig og bjóða þér að hlusta á léleg ráð og lélegar pælingar um FPL í hverri viku. Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson eru spunaleikarar sem hafa kennt og sýnt spuna með Improv Ísland frá upphafi. Þeir eru einnig höfundar og leikarar í sketsahópnum Kanarí.   Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Útvarp 101.

Gameweek 2 - Bandið beint á LukakuHlustað

19. ágú 2021