Lestin

Lestin

Linus Orri Gunnarsson Cederborg er kórstjóri og einn stofnenda Kvæðakórsins. Kórinn samanstendur af ungu fólki sem hefur metnað fyrir því að setja íslenskan kvæðasöng í samhengi við samtímann. Pálmi Freyr Hauksson setti sér eitt markmið á ferðalagi sínu um Norður-Afríku: að fara í bíó og sjá nýjustu kvikmynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos, myndina Poor Things með Emmu Stone í aðalhlutverki. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Blaðamaðurinn og nú rithöfundurinn Svanur Már Snorrason hefur nýlokið við skrif bókarinnar …það besta sem guð hefur skapað… Von sem varð að Ágætis byrjun – Sagan af Sigur Rós. Bókin fer yfir sögu fyrstu ára sveitarinnar. Lagalisti: Kvæðakórinn - Þegar allt vill angra mann Björn Friðsriksson - Flaskan þjála léttir lund (SÁM 87/1310 EF) Þursaflokkurinn - Stóðum tvö í túni Savanna tríóið - Það er svo margt Þrjú á palli - Efemía Kvæðakórinn - Tálið margt þó teflum við Kruklið - GP-91/2015A Linus Orri - Lífs við stjá Melodia Kammerkór - Ljósið kemur langt og mjótt Þrjú á palli - Ólafur Liljurós Kvæðakórinn - Tálið margt þó teflum við The Flaming Lips - Riding To Work In The Year 2025 (You're Invisible Now) Jerskin Fendrix - Bella Sigur Rós - Leit að lífi (endurunnið af Plastmic) Sigur Rós - Avalon Sigur Rós - Svefn G-Englar

Von sem varð að ágætis byrjun, Kvæðakórinn, misheppnaðar bíóferðirHlustað

26. feb 2024