Lestin

Lestin

Listamenn velta fyrir sér menningarstefnu stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Lóa veltir fyrir sér nýjum íbúðum til sölu og fyrir hvernig líf sé pláss inn í þeim. Svo ímyndum við okkur persónu sem situr í hægindastól og les fréttir af spjaldtölvunni sinni um stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Um helgina fór fram í Gamla bíó, þemapartý og danstónlistarviðburður helgaður teiknimyndapersónunni Shrek sem birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 2001. Árið 2020 var haldið fyrsta Shrek-reifið í Los Angeles, og síðan þá hefur fyrirbærið breiðst út um allan heim. Og nú um helgina fór fram fyrsta Shrek reifið á Íslandi: “Búðu þig undir að sleppa lausu tröllinu innra með þér í útrúlegasta teiti ársins” segir í kynningatextanum sex klukkutímar af yfirgengilegi skemmtun. Guðrún Úlfarsdóttir fór á reifið og við fengum hana til að segja frá upplifuninni. Við kíkjum á Café Catalina í Hamraborg og fræðumst um tónleikaröðina Kátt á línunni sem fer fram á staðnum þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Fyrstu tónleikarnir fara fram á morgun en þá koma fram BKPM, Juno Paul og Sucks to be you Nigel. Við ræðum við Pétur Eggertsson, skipuleggjanda.

Shrek-reif, leigumarkaður er menningarstefna, Kátt á línunniHlustað

20. nóv 2024