Við ræðum við Andreu Kristinsdóttur sem er tónlistarkona, útvarpsgerðarkona, og tæknimaður í daglega fréttaþættinum Today, explained frá Vox Media. Hljóð hafa átt hug Andreu allan frá æsku, hún ólst upp á flakki, bjó um tíma í Japan, Pakistan, Zimbabwe og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt, en alls staðar hlustaði hún eftir nýrri tónlist og hljóðum.
Það er loksins komin skál í Kópavog! Una Schram hittir skeiterinn Sigfinn Böðvarsson, eða Siffa. Tilefnið er ný skál, eða bowl, í Kópavogi sem stórbætir aðstöðuna til hjólabrettaiðkunnar á Íslandi.
Íslensk útvarpskona í Ameríku, hjólabrettaskál í Kópavogi