Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Ást í meinum:„Sumarið sem ég varð nítján ára var ég döpur og vonsvikin. Ég hafði staðið mig illa í námi um veturinn og fannst að ég hefði klúðrað framtíðarmöguleikum mínum á að menntast. Mamma mín og pabbi voru líka að skilja og ég skammaðist mín fyrir það. Þegar mér bauðst mér að fara til Austurríkis og það fannst mér vera himnasending og tækifæri til þess að flýja ömurlegt líf mitt hér heima. Ég hafði ekki hugmynd um að innan skamms yrði ég ástfangin og depurð og iðrun vegna þeirrar ástar ætti eftir að fylgja mér nánast ævina enda.“- Gallagripur í hamingjuleit:„Þegar ég stóð í skilnaði í fyrsta skipti átti ég samúð vina og ættingja. Fólk kom gjarnan til mín og sagði mér hversu leitt það væri vegna þess að hjónabandið gekk ekki upp og var óspart á ráðleggingar. Þegar ég skildi við eiginmann númer tvö fékk ég allt öðruvísi viðbrögð og ég varð vör við gífurlega fordóma. Vinir og ættingjar veltu því fyrir sér hvað væri að mér og af hverju í ósköpunum ég gæti ekki haldist í hjónabandi. Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hlyti að vera hinn mesti gallagripur.“- Óvæntir endurfundir:„Ég kynntist Sigrúnu þegar ég var 17 ára. Við vorum jafnöldrur, en ástæðan fyrir því að við kynntumst var sú að hún fór að vera með yngri bróður mínum. Sigrún varð strax góð vinkona mín og við urðum mjög nánar.“- Fiðrildið, dóttir mín:„Ég elska dóttur mína og hef alltaf haft lúmskt gaman af því hvernig hún lifir lífinu. Þrátt fyrir að hún sé alin upp á ofurvenjulegu heimili af mjög svo hversdagslegum foreldrum hefur litríkur persónuleiki hennar og val í lífinu ævinlega verið á skjön við hið hefðbundna. Helst dettur mér í hug að einhvers staðar í ættum okkar leynist ævintýrakvendi og gen hennar hafi öll safnast í þessa stúlku sem fer sínar eigin leiðir þvert á almenningsálitið.“- Kletturinn minn:„Ég og maðurinn minn rugluðum ekki saman reytum fyrr en eftir margra ára vinskap. Vinir mínir skildu ekkert í vináttu okkar tveggja í fyrstu, þeim þótti Jonni hálfskrítinn, að minnsta kosti frekar sérstakur og líkur mér, en þeir hefðu þá átt að kynnast tengdaforeldrum mínum og mági.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.