Í kjölfar #MeToo-bylgjunnar hefur áhersla á virðingu og traust í kvikmyndageiranum aukist til muna og hafa störf eins og nándarþjálfun sprottið upp. Rætt er við Kristínu Leu Sigríðardóttur, fyrsta og eina starfandi nándarþjálfann á landinu, um starfið og mikilvægi þess.
Kvikmyndin Pleasure, eða Nautnir, frá árinu 2021 í leikstjórn Ninju Thyberg er einnig til umfjöllunar. Snædís Björnsdóttir bókmenntafræðingur ræðir hvernig þessi saga um sænska stúlku sem dreymir um að verða klámmyndastjarna varpar ljósi á stéttaskiptingu, kynþáttafordóma, vináttusambönd og ekki síst mikilvægi samþykkis og trausts.
Pleasure og Kristín Lea Sigríðardóttir nándarþjálfi