Afneitunin er hál og marglaga og þrífst best í upplýsingaóreiðu. Það er ótrúlega margt í okkur sem gerir það að verkum að við höfum tilhneigingu til að loka augunum fyrir loftslagsvandanum eða hreinlega afneita honum. Hvernig náum við höfðinu upp úr sandinum? Er nauðsynlegt að sannfæra fólk um að loftslagsbreytingar séu ógn? Í þriðja þætti Loftslagsþerapíunnar er fjallað um afneitunarsinna og afneitunariðnað en aðallega afneitunina innra með okkur. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.