Loftslagsvandinn er að mörgu leyti siðferðislegur vandi. Sumir hafa kallað hann siðferðisstorm. Í þessum þætti af Loftslagsþerapíunni kryfjum við loftslagsvandann með hjálp siðfræði og trúarbragða. Meðal viðmælenda eru vistguðfræðingur, grænkeri með húðflúr af slátursvíni, verkfræðingur sem valdi rósavín fram yfir ný föt og móðir sem á erfitt með að svara þegar dætur hennar spyrja hvers vegna þær megi ekki fara til útlanda.