Við ræðum við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur og Ósk Elvarsdóttur sem tókst með hjálp samfélagsmiðla að kveikja mikinn áhuga meðal ungs fólks á "nýju stjórnarskránni". Við spurðum þær um leyndarmálið á bak við árangurinn, hvernig áhugi þeirra kviknaði og hvers vegna þær vilja frekar að frumvarp Stjórnlagaráð verði fullgilt en að þeirri gömlu verði breytt.