Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrum þingkona verður gestur þáttarins Maður lifandi þessa vikuna. Hún ræðir ýmis brýn samfélagsmál sem varða ungt fólk og kúnstina að skrifa.
Þátturinn Maður lifandi sem er í umsjá feðganna Starkaðar og Björns Þorláks, hverfist um málefni ungra Íslendinga og er frumsýndur klukkan 16 á fimmtudögum á Samstöðinni.