Mun ungt fólk flýja Ísland? Atgervisflótti (brain drain) ógnar íslensku samfélagi vegna vanda við húsnæðiskaup hér á landi og fleira. Ungir Íslendingar sem standa á krossgötum hvað menntun og búsetu varðar horfa á heiminn allan sem búsetukost, ólíkt því sem kannski var þegar Íslendingar voru fangar í eigin landi. Þetta kemur fram í þættinum Maður lifandi sem sýndur verður klukkan 16. Starkaður og Björn ræða í þættinum mörg brennandi álitaefni sem varða framtíð ungs fólks en einnig verður slegið á léttari strengi.