Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Hinar stóru og öflugu björgunarþyrlur Landhelgisgæslu Íslands eru flestum auðþekktar þegar þær birtast og hverfa úr augsýn yfir höfuðborgarsvæðinu, þær eru í stöðugum verkefnum í þágu veikra,slasaðra og nauðstaddra. Allt bendir til þess að Lárus Eggertsson hafi verið fyrsti Íslendingurinn sem flaug þyrlu. Lárus sem var fæddur á Akureyri árið 1921 stundaði um tíma þyrluflugnám meðfram þjálfun í björgunarstörfum og köfun hjá bandarísku strandgæslunni á árunum 1944-1946 .Út er komin ný bók um þyrlusögu Íslands-fyrstu 40 árin. Höfundar bókarinnar, Júlíus Ó Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður, Benóný Ásgrímsson og Páll Halldórsson, tveir af okkar reyndustu þyrluflugmönnum, komu í þáttinn í dag. Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í korti dagsins sagði Magnús fyrst frá ferð í útrýminga- og fangabúðirnar í Auschwitz, sem eru skammt frá Kraká í Póllandi. Auschwitz var langstærst allra útrýmingabúða nasista og hefur verið breytt í minningarreit og safn. Í síðari hluta póstkortsins fjallaði Magnús um sveimhygli sem og muninum á upplifun og reynslu gagnvart forgengilegum hlutum og eignum. Tónlist í þættinum: Það þarf fólk eins og þig / Rúnar Júlíusson (Buck Owens, texti Rúnar Júlíusson) Girl from before /Blood Harmony(Örn Eldjárn Kristjánsson) Undir stórasteini / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Jón Múli Árnason, texti Jónas Árnason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Ný bók um þyrlusögu Landhelgisgæslunnar og póstkortHlustað

11. sep 2024