Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er kennari og rithöfundur. Hún hefur skrifað nokkrar matreiðslubækur þar sem hollustan og fjölskyldan er í fyrirrúmi og einnig gert vinsæla matreiðsluþætti fyrir sjónvarp. Hún hefur tekið þátt í dansþáttum í sjónvarpi, þar sem hún sagðist hafa farið verulega út fyrir þægindarammann, og hún hefur einnig spreytt sig sem leikkona. Ebba Guðný Guðmundsdóttir var föstudagsgesturinn okkar í dag. Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti hófst á ný í dag og við fórum yfir hvað umsjónarfólki fannst markverðast í matargerð á ferðalögum þeirra í sumar. Hvað stóð upp úr? Japan, Portúgal og Frakkland komu við sögu í matarspjalli dagsins. Tónlist í þættinum: Við saman / Hljómar (Gunnar Þórðarsson, texti Þorsteinn Eggertsson og Gunnar Þórðarsson) Yfir skýin / Lúpína (Grímur Einarsson og Nína Solveig Andersen) Guðirnir / Þríradda, Benedikt (Benedikt Gylfason) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Ebba Guðný föstudagsgestur og samantekt sumarsins í matarspjalliHlustað

06. sep 2024