Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var uppistandarinn, pistlahöfundurinn, leikskáldið og grínarinn Stefán Ingvar Vigfússon. Hann byrjaði mjög ungur að skrifa og var einn þeirra sem stofnuðu sviðslistaviðburðinn Ungleik. Hann hefur framleitt og flutt sýningar, skrifað efni fyrir sjónvarp og leiksvið, skrifað pistla í fréttamiðla og er hluti af uppistandshópnum VHS. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar, smá til Danmerkur og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, en hann frumsýnir á næstunni uppistandssýninguna Stefán Ingvar sigrar atvinnulífið. Svo var það matarspjallið. Frú Sigurlaug Margrét kom auðvitað og í dag skoðuðum við alls konar skápa- búr- ískáps og frystikistuhreinsanir. Það eru að koma mánaðarmót og við veltum fyrir okkur hvað er hægt að elda úr því sem er til á heimilinu. Tónlist í þættinum í dag: Don’t Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson) Miami Memory / Alex Cameron (Alex Cameron) The End / Salóme Katrín (Salóme Katrín) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Stefán Ingvar föstudagsgestur og skápahreinsun í matarspjallinuHlustað

28. mar 2025