Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Málbjörg er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp og einnig gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hvert öðru með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu. Nú hefur félagið sett á fót hlaðvarp, Stamvarpið, og sú sem heldur utan um það heitir Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir og við ræddum við hana í þættinum og heyrðu brot úr Stamvarpinu, en í hljóðbútnum heyrðist í Sveini Snæ Kristjánssyni. Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivista- og leiðsögumaður, sem kom í Sumarmál á þriðjudögum í sumar, kom í eitt síðasta skipti til okkar í dag. Hann sagði okkur frá áhugaverðum stöðum á Vesturlandi og tengdi meira að segja Vesturland við álfa, huldufólk, skrímsli og geimverur. Veðurspjallið með Einar Sveinbjörnssyni er komið aftur á dagskrá og í dag gerðum við upp með Einari veðursumarið, hita og úrkomu og fáaeina góða daga. Við sppjölluðum einnig um veðrið á Svalbarða sem hefur verið ótrúlega hlýtt sem og í N-Evrópu. Að lokum fjallaði Einar um horfurnar, hvort einhverjar breytingar séu í vændum og hvað gefa lengri tíma spár til kynna. Tónlist í þættinum: Ef að ég má / Friðrik Ómar (erlent lag, texti Óttar Felix Hauksson) Wonderful / Toggi (Hallgrímur Jón Helgason, Helgi Egilsson, Don Pedro,Sveinbjörn Bjarki Jónsson,Toggi, texti Toggi) Fyrirheitna landið / Geirfuglarnir og Jóhann Sigurðarson (Þorkell Heiðarsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Málbjörg og Stamvarpið, Veganestið á Vesturlandi og veðurspjalliðHlustað

03. sep 2024