Árið 1993 vann Jon Kjell Seljeseth Söngvakeppnina með laginu Þá veistu Svarið sem Ingibjörg Stefánsdóttir söng. Ingibjörg var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag, en þegar hún fór til Írlands til að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands var hún tvítug og hafði getið sér orðspors sem söngkona hljómsveitarinnar Pís of keik og fyrir að leika eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Veggfóður. Ingibjörg hefur komið víða við í listinni, sungið og leikið og síðustu ár hefur hún starfað sem jógakennari og rekið sína eigin jógastöð Yoga Shala. Ingibjörg fór með okkur aftur í tímann og talaði um árin í Hallormstaðaskóla, móðurmissinn, námsárin í New York og margt fleira.
Frú Sigurlaug Margrét var enn stödd norður á Akureyri í matarspjalli dagsins. Þar, eins og víðast á landinu, hefur verið ansi kalt og því var spjallið í dag helgað mat sem yljar okkur að innan. Til dæmis súpur og plokkfiskur og svo við, einu sinni sem oftar, ábendingu frá hlustendum um muninn á soðibrauði og soðbrauði.
Tónlist í þættinum:
Þá veistu svarið / Ingibjörg Stefánsdóttir (Jon Kjell Seljeseth, texti Friðrik Sturluson)
Náum aðeins andanum / Daði Freyr og Ásdís María (Daði Freyr)
Everything Now / Arcade Fire (Edwin Butler, Jeremy Gara, Regine Chassagne, Richard Reed Parry, Tim Kingsbury, William Butler)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Ingibjörg Stefánsdóttir föstudagsgestur og matarspjall að norðan