Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Grindvíkingar og aðrir landsmenn minntust þess um helgina að ár er liðið frá rýmingunni í Grindavík og þann 16.nóvember 2023 tókum við viðtal við Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra í Grindavík sem lýsti þessu áfalli en hún var í sömu stöðu og aðrir í Grindavík, þurfti að yfirgefa heimilið sitt með hraði og óvissan mikil. Hulda skrifaði á þessum tíma færslu á facebook sem vakti athygli en þar talaði hún um að það þyrfti að huga að börnunum og einnig að starfsfólki grunn- og leikskóla. En hvernig hefur þetta ár liðið hjá Huldu og hvernig líður henni í dag? Við töluðum við Huldu í þættinum í dag. Svo var það lesandi vikunnar, en í þetta sinn var það Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði HÍ. Sólveig sagði okkur frá sýningum um Frú Guðríði og séra Hallgrím Petursson sem hún er að vinna að fyrir nýopnaða menningarmiðstöð á Hvalsnesi og svo kom hún að handritsgerð að sjónvarpsþáttaröðinni Hvað var í matinn. En fyrst og fremst sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða höfundar og bækur hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Solveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: Barrokkmeistarinn e. Margréti Eggertsdóttur Ljóðmæli - Veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar Dótarímur e. Þórarinn Eldjárn Jarðljós e. Gerði Kristnýju Innanríkið e. Braga Ólafsson Helga í öskustónni, Bangsímon, Kapítula, safn Halldórs Laxness, Jane Austen, Virginía Woolf, George Elliott, Karen Blixen, Simone de Bevoir, Charlotte Bronte og Gertrude Stein Tónlist í þættinum Reykingar / Stuðmenn (Lag og texti Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Constant Craving / K.D. Lang (K.D. Lang & Ben Mink) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Hulda Jóhannsdóttir ári síðar og Sólveig Ólafsdóttir lesandi vikunnarHlustað

11. nóv 2024