Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Ásta Arnardóttir. Ásta er eigandi og framkvæmdastjóri Yogavin, hún er menntuð leikkona, leiðsögukona og yogakennari og hún hefur tekið virkan þátt í náttúruvernd og var til dæmis tilnefnd til Nátturu- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Við fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag með viðkomu meðal annars í Englandi, Póllandi og Bandaríkjunum.
Svo var það auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað. Í síðustu viku tengdum við matarspjallið við gular veðurviðaranir sem þá höfðu verið og töluðum um gulan mat. Þá lá beinast við að fjalla í dag um appelsínugulan og rauðan mat í þetta sinn eftir viðvaranir og veðrið þessarar viku.
Tónlist í þættinum í dag:
Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur frá Skáholti)
We are Family / Sister Sledge (Bernard Edwards & Nile Rodgers)
Lokah Samasta / Deva Premal & Miten (M. Done)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Ásta Arnardóttir föstudagsgestur og rautt og appelsínugult matarspjall