Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var annar hluti tvíeykisins í Hraðfréttum, Bennni, eða Benedikt Valsson. Við þekkjum hann auðvitað fyrst og fremst úr Hraðfréttum, en hann hefur gert ýmislegt annað, vissulega flest með Fannari félaga sínum, leikstýrt og skrifað Skaupið, verið kynnir í Söngvakeppninni og nú hafa þeir hleypt af stokkunum nýju hlaðvarpi sem þeir kalla Hraðvarpið. En við fórum auðvitað aftur í tímann með honum á æskuslóðirnar og fórum svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti brydduðum við upp á nýjung, í tilefni allra þessara gulu viðvarana að hafa gult þema og skoða hvaða matur er gulur og hversu girnilegur hann er. Auk þess heyrðum við líka tillögur hlustenda að eftirréttum með þorramatnum.
Tónlist í þættinum í dag:
Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Birta / Friðrik Dór og Snorri Helgason (Friðrik Dór Jónsson)
I’ve Got a Message to You / Keith Urban og Barry Gibb (Maurice Gibb, Barry Gibb og Robin Gibb)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Benedikt Valsson föstudagsgestur og gult matarspjall