“Að hvíla vel í þögninni getur verið mikilvægur hluti af öruggri tjáningu. Í vinnu, stjórnmálum, fjölmiðlum, á Teams og vinasamböndum.” segir Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fjölmiðlakona. Við töluðum um mikilvægi þagnarinnar í dag.
Það er nú ekki algengt að fólk á áttræðisaldri sé að gefa út geisladiska með eigin tónlist en við heyrðum af manni á Stöðvarfirði sem réðst í það verkefni á árinu og nú er diskurinn komin út, Við skulum ekki hafa hátt , heitir diskurinn og lagahöfundurinn heitir Björn Hafþór Guðmundsson. Björn Hafþór hefur starfað við sveitastjórnarmál fyrir austan í áratugi og verið oddviti, setið í sveitarstjórnum og starfað sem sérfræðingur og nú þegar hann var hættur að vinna, hefur hann verið leiðsögumaður með erlenda ferðamenn víða um austurland. Við töluðum við Björn Hafþór í dag.
Guðaveigar heitir ný íslensk mynd sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum annan í jólum og kemur úr smiðju Markelsbræðra, þeirra Arnar Marínós Arnarsonar og Þorkells Harðarsonar en þeir hafa framleitt sex gamanmyndir á síðustu fjórum árum á borð við Síðustu veiðiferðina, Saumaklúbbinn, Ömmu Hófí og Fullt hús svo eitthvað sé nefnt sem allar hafa fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum. Við ræddum við þá félaga í dag.
MANNLEGI ÞÁTTURINN - FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR
Tónlist í þættinum
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Matti Lauri Kallio, Tantanen, Hannu, Hakala, Petri - Nord waltz.
Hilmar Örn Garðarsson Vestmann - Veröld sem var.
Þögnin með Sirrý Arnardóttur,Björn Hafþór á Stöðvarfirði,Guðaveigar ný kvikmynd.