Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Lindu Kaldal, heilsumarkþjálfa og viðskiptafræðing um þarmaflóruna, hormónaraskandi efni, gervimat, sætuefni, heilbrigða lifnaðarhætti, sjálfsást og fleira. Fyrir 16 árum stóð Kristín uppi atvinnulaus, allt of þung og heilsulítil. Hún segist hafa verið manneskjan sem reykti, drakk pepsí max, borðaði Gordon Bleu og var bara ekkert að spá í þetta en klessti svo á sinn vegg og þá allt í einu kom einhver vakning. Kristín fór til læknis sem ætlaði að skrifa upp á gigtarlyf og þunglyndislyf en hún vildi finna rót vandans og axla ábyrgð á eigin heilsu. Þar með hófst hennar heilsuvegferð sem stendur enn. Á leiðinni fann hún köllun sína í diplomanámi í þarmaflórunni og hefur sérhæft sig í henni og því sem hefur raskandi áhrif á þarmaflóruna eins og ilmefni, gervimatur, rotvarnarefni, bragðaukandi efni, litarefni, plast og fleira. Kristín segir mikilvægt að þora að segja nei við börnin okkar einmitt vegna þess að okkur þykir vænt um þau. Þessi skaðlegu efni hafa nefnilega enn meiri áhrif á litla kroppa.  Þær stöllur ræða einnig um hvað það er mikilvægt að þykja vænt um sig og Kristín telur að þú getur ekki lagað öfgar í mataræði nema þú lagir fyrst sársaukan innra með þér.  Þegar hún hætti að hafna sér fór hún að heilast.Kristín Linda vonar að hlustendur upplifi þetta ekki allt saman of yfirþyrmandi og hvetur fólk til þess að breyta bara einu atriði í einu.  Fylgið Kristínu Lindu á InstagramSendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

#30. Baráttan milli góðs og ills, þarmaflóran og heilsa. Kristín Linda KaldalHlustað

19. jan 2024