Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Langar þig að bæta heilsuna en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja eða vantar þig bara smá spark í rassinn til þess að komast af stað í átt að betri heilsu? Þá er heilsumarkþjálfun eitthvað fyrir þig. HeilsuErla býður upp á einkatíma, fyrirlestra&ráðgjöf á vinnustöðum og skemmtilega vinnustofu. Heilsumarkþjálfun- einkatímiMarkmiðasetning- heilsan í fyrsta sæti.  60 mínútna tími þar sem við setjum í sameiningu heilsutengd markmið, bæði skammtíma og langtíma markmið. Ég býð upp á Heilsumarkþjálfun í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu á miðvikudögum. Hægt er að bóka tíma með því að hringja í 564-4067 eða senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is.Fyrirlestrar- Með lífið í lúkunum Í boði eru fyrirlestrar um ýmis heilsutengd málefni á borð við svefn, hreyfingu, næringu, öndun, streitu, markmiðasetningu og margt fleira. Hægt er að óska eftir fyrirlestrum um ákveðið efni eða allan pakkann. Ráðgjöf- Leggðu daglega inn í heilsubankann. Hægt er að óska eftir hópráðgjöf um heildræna heilsu, hvernig auka má lífsgæði með breyttum lífsstílsvenjum og hvernig á að setja sér raunhæf markmið að langvarandi árangri og bættri heilsu.Vinnustofur- Heilsutengd markmiðasetningSkemmtilegur valkostur. Fræðsla, verkefni og umræður. Stuttur fyrirlestur og verkefnavinna þar sem gerð eru heilsutengd verkefni sem miða að því kenna þátttakendum hagnýta færni og hugmyndir til þess að bera ábyrgð á og bæta eigin heilsu. Góð byrjun á þínu heilsuferðalagi.ATH! næsta vinnustofa verður 22.febrúar. Nánari upplýsingar og skráning hér: https://forms.gle/ftd87EbnjRvui5cLASendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

Heilsumoli. Langar þig að bæta heilsuna en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þjónusta í boðiHlustað

14. feb 2024