Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

5 mínútna slökunaræfing sem er tilvalin til þess að ná smá hugrænni hvíld í amstri dagsins. Það er svo ótal margt í umhverfi okkar sem stelur athygli okkar og því er nauðsynlegt að taka sér hlé nokkrum sinnum yfir daginn til þess að líta inn á við og gefa heilanum smá hvíld frá nýjum upplýsingum. Þá getur verið gott að nýta sér slökunaræfingar, öndunaræfingar, hugleiðslur eða núvitundaræfingar. Í þessari stuttu og einföldu slökunaræfingu spennum við og slökum á líkamshlutum til skiptis, tökum eftir því hvernig okkur líður og erum í núvitund. Þannig náum við að hægja á öndun og róa taugakerfið. Njótið vel!Kveðja Erla Sendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

Heilsumoli. Stutt slökunaræfing- hugræn hvíldHlustað

10. mar 2024