Núna fyrr í haust fékk bosníska myndin Quo Vadis, Aida? Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd, auk þess sem Jasmila Žbanić var valin besti leikstjórinn og Jasna Đuričić besta leikkonan, auk þess sem myndin hafði áður verið tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á Óskarsverðlaununum í fyrra. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en þegar leikar hefjast hafa serbneskar hersveitir hafa umkringt Srebrenica og túlkurinn Aida er á milli tveggja elda, að reyna að túlka orð sem hún finnur að er ekki lengur að marka. Um leið áttar hún sig á að hún þarf að bjarga eigin fjölskyldu frá hildarleiknum framundan.Þau Jasmina Vajzović Crnac, sem sjálf flúði Bosníu ekki löngu seinna, og Valur Gunnarsson, rithöfundur og sagnfræðingur ræða myndina, sem sannarlega rímar um ýmislegt við styrjöldina í Úkraínu þessa dagana, þótt ákveðin lykilatriði séu vissulega öðruvísi.Myndir á borð við Belfast, Sólstingur (Zvizdan), No Man‘s Land, An Ordinary Man, Underground, Verkalýðshetjur, Banvænir kettlingar og Donbass koma einnig við sögu, sem og minningaskáldsagan Uppruni eftir Saša Stanišić, og sjónvarpsþáttaröðin Servant of the People með sjálfum Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!