„Glansandi teinarnir flytja okkur í kæliskáp Guðs,“ segir Vadím við finnska stúlku þegar þau hittast fyrst. Klefi nr. 6 eftir Rosu Liksom fjallar um ferðalag þeirra með Síberíulsestinni um Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar, síðasta áratug Sovétríkjanna. Stúlkan þarf sem sagt að deila klefa með ruddalegum miðaldra verkamanni alla leið frá Moskvu til Mongólíu. Í þessum þrönga klefa mætir austrið vestrinu og við fáum magnaðar svipmyndir af mörgum nyrstu borgum heims.Bókin kom út á finnsku árið 2011 og vann Finlandia-verðlaunin og var að auki tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Hún kom svo út á íslensku í þýðingu Sigurðar Karlssonar árið 2013. Nú er svo kvikmynd gerð eftir bókinni í sýningum í Bíó Paradís og við ræðum bæði mynd og bók í bókasmygli dagsins.Gestir þáttarins eru tveir rithöfundar búsettir í Finnlandi; þeir Tapio Koivukari og Kári Tulinius. Tapio er finnskur og giftur íslenskri konu, Kári er íslenskur og giftur finnskri konu. Tapio Kouvukari hefur gefið út fjölda bóka sjálfur, sem margar hafa verið þýddar íslensku, en hefur líka þýtt höfunda á borð við Vigdísi Grímsdóttur, Guðmund Andra Thorsson, Friðrik Erlingsson, Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Guðberg Bergsson og Gerði Kristnýju á finnsku. Kári hefur sent frá skáldsögurnar Píslarvottar án hæfileika og Móðurhug og sendi síðast frá sér smásagnakverið Uppruni augnabliksins. Hann var auk þess meðal stofnenda Meðgönguljóða.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn