Menningarsmygl

Menningarsmygl

„Fyrsti klukkutíminn á Endgame er bara eins og að horfa á mynd eftir Ingmar Bergman.“Spider-Man: No Way Home er fjórfalt vinsælli en nokkur önnur bíómynd eftir að kófið skall á heimsbyggðinni. En hvað þýðir þetta fyrir heimsbíóið og fyrir Hollywood? Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað er besservisserabensín? Og er eitthvað vit í þessum nýjustu ævintýrum Köngulóarmannsins? Við fengum Birtu Ögn Elvarsdóttur, söngleikjafræðing og starfsmann í myndasögubúðinni Nexus, og Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamann, poppkúltúrfræðing og háskólakennara, til að rýna í málið.Auk þess ræddum við stuttlega um aðrar stórmyndir síðustu jóla á borð við Sögu úr Vesturbænum (West Side Story), The Matrix Resurrections og Ghostbusters: Afterlife, auk þess sem sjónvarpsserían Euphoria kom við sögu.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!

Spiderman og félagarHlustað

30. jan 2022