Menningarsmygl

Menningarsmygl

The Northman, stórmynd þeirra Robert Eggers og Sjóns, fjallar um hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar og blandar saman Hollywood-leikurum á borð við Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke og Önnu-Taylor Joy og norrænum leikurum á borð við Alexander Skarsgård, Claes Bang, Ingvar E. Sigurðsson og Björk.En hverjir eru snertifletirnir við aðrar víkingamyndir eins og Hrafninn flýgur eða sjálfan Hamlet? Já, eða miðaldamyndir á borð við Excalibur, Conan the Barbarian og The Green Knight? Og eru Íslendingar líklegir til þess að fara að vinna meira sjálfir úr þessum sagnaarfi eða er það mögulega alltof dýrt?Við fengum þrjá leikstjóra til að ræða allt þetta og meira til, þá Ragnar Bragason, Ásgrím Sverrisson og Hauk Valdimar Pálsson, en sá síðastnefndi kom lítillega að leikmyndahönnun myndarinnar, hannaði meðal annars leikmynd eftir málverki Da Vinci. Við ræðum einnig heimsbíó frá Ástralíu, Kóreu, Frakklandi og Úkraínu og margt fleira.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn

The NorthmanHlustað

1. maí 2022