Eitt sinn voru minningargreinar síðasta tækifærið til að kveðja látna ástvini opinberlega. Í dag hafa samfélagsmiðlar gert okkur kleift að halda áfram að minnast fólks á opinberum vettvangi hvenær sem okkur langar til þess. Við ræðum opinbera sorg við Þórunni Ernu Clausen og skoðum hvað framtíðin kann að bera í skauti sér fyrir minningargreinar. Auk þess fáum við loksins svar við rannsóknarspurningu þessarar þáttaraðar: Eru minningargreinar í lífshættu?