Minningargreinar

Minningargreinar

„Elsku strákurinn minn, loksins get ég sett mig í sporin þín. Sársaukinn við að missa þig er óbærilegur, alveg eins og sársaukinn þinn síðustu mánuðina. Eini munurinn: hugurinn minn er frískur og ég veit þetta verður ekki alltaf svona. Annars myndi ég líka velja hvíldina.“ Svona hefst minningargrein Evu Skarpaas um son hennar, Gabríel Jaylon Skarpaas Culver. Í þætti dagsins heyrum við sögu Gabríels og söguna af því hvernig Eva skrifaði minningargreinina hans.

3. þáttur: GabríelHlustað

29. feb 2020