Í dag fá flestir Íslendingar um sig eftirmæli í Morgunblaðinu. Syrgjendur senda inn hugleiðingar sínar og minningar um hinn látna og búið er um þær af kostgæfni. En hvernig er að vinna við að lesa minningargreinar alla daga? Í þættinum er rætt við Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins og Guðlaugu Sigurðardóttur, framleiðslustjóra Morgunblaðsins sem og Hjalta Stefán Kristjánsson, fyrrum umsjónarmann minningargreina. Eins eru rifjuð upp mistök í minningargreinum og dánartilkynning sem send var inn um lifandi mann.