Mótmæli í morgunmat, ANDÓF RÚSSNESKRA RITHÖFUNDA.
Í friðarviðræðum dagsins ræða Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt í rússnesku við Háskóla Íslands, doktorsnemi og þýðandi og Gunnar Þorri Pétursson, þýðandi rússneskra bókmennta og sjálfstætt starfandi fræðimaður um andóf rússneskra og sovéskra rithöfunda fyrr og nú. Þau ræða um róttækni þess að höndla orð og gera ástina að byltingu þegar grimmdin er normið.