Mótmæli í morgunmat 25. febrúar
Andófsafl Navalny og áskorun blaðamennskunnar
Auðunn Arnórsson blaðamaður og sjálfstætt starfandi stjórnmála- og sagnfræðingur og Valur Gunnarsson blaðamaður, sagnfræðingur og rithöfundur mæta í Friðarviðræður og velta fyrir sér framtíð blaðamennsku og rannsóknarblaðamennsku á tímum upplýsingaóreiðu og pólaríseringar. Við pælum í því hvað er óreiða og hvað pólarísering. Við ræðum sérstaklega um nýlegt andlát Navalny, ímynd hans innan lands og utan og fyrir hvað hann stendur í okkar huga. Við ræðum líka um Assange á ögurstundu í réttarhöldum. Við ræðum um áskorun og ábyrgð blaðamanna að segja sannleikann um samtíðina og veita auði, valdi og alræðisöflum aðhald.