Í Friðarviðræðum að þessu sinni er afstaða Íslands til umhverfismála afhjúpuð og rædd í allri sinni svörtustu og björtustu mynd. Í fyrri hluta þáttar koma saman Þorgerður María Þorbjarnardóttir, fomaður Landverndar, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra Umhverfissinna og Guðmundur Steingrímsson, stjórnarmaður í Landvernd. Í seinni hluta þáttar mæta þeir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna og Þór Saari, fyrrum þingmaður og hagfræðingur til leiks.