Dagbjartur Ingvar Arilíusson AKA Dagbjartur á Steðja er gestur okkar í þessum þætti. Árið 2012, ákveður hann og kona hans að skella sér í það að búa til bjór. Auðvelt verkefni þegar bruggmeistari fylgir með græjunum sem þau fjárfestu í en ekkert er eins og það sýnist. Ótrúleg þrautaganga og barátta við kerfi sem er komið til ára sinna hefur einkennt sögu Steðja. Klikkuð frásögn sem er fróðleg til hlustunar.
Munnbitar og menningarvitar #8 - Dagbjartur á Steðja