Hún er fagkona, söngkona, flott kona, activista kona og konan á bakvið instagram síðuna fávitar sem hefur vakið mikla athygli, þar sem ógeðfelld, óumbeðin og óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlum frá nettröllum eru opinberuð og vandamálin eru tekin fyrir. Hún er Sólborg Guðbrandsdóttir og var viðmælandi minn í Radio J'adora. Við ræddum um upptök fávita, að standa upp gegn fávitum, me too hreyfinguna, samfélagsmiðla, að standa með sjálfum sér, að syngja sig í gegnum lífið, að njóta þess að vera til, að taka pláss og svo margt fleira uppbyggilegt, powerful og skemmtilegt. Brought to you by Íslenska Hamborgarafabrikkan. Tune in. Xoxo, DJ Dóra Júlía